Rými býður viðskiptavinum sínum þjónustu á eftirfarandi sviðum:
Flutningur á skjalaskápum og skápakerfum á hjólum. Við höfum áralanga reynslu af þessu og höfum flutt tugi skápakerfa með góðum árangri. Þetta krefst mikillar nákvæmni í uppsetningu á brautarteinum á nýjum stað þar sem þeir verða að liggja fullkomlega láréttir á brautum. Við gerum tilboð í verk af þessu tagi.
Sérfræðingar Rýmis hafa áratuga reynslu af uppsetningu á hillukerfum. Hjá félaginu starfa tveir húsasmiðir og einn rafvirki sem sérhæfa sig í þessum uppsetningum, allt frá smærri kerfum upp í 12 metra háa geymsluturna og hillukerfi.
Sérfræðingar Rýmis annast úttektir á lagerum hvað varðar öryggi og styrkleika. Við gerum tillögur til úrbóta og framkvæmum viðgerðir og endurnýjanir á hillukerfum. Auk þess setjum við upp árekstarvarnir sem koma í veg fyrir skemmdir á uppistöðum.
Við önnumst þrif á innkaupavögnum, lagervögnum og brettatrillum hjá verslunarfyrirtækjum. Um er ræða háþrýstiþrif með sjóðheitri gufu sem gera vagnana eins og nýja. (Sjá meðfylgjandi kynningu í bæklingum.)
Við önnumst lögbundnar skoðanir á lyftum og reykskynjurum.