Rafknúnar og sjálfvirkar lager- og tínslulausnir

 

 

  

Tölvustýrðu Turnarnir frá Constructor spara umtalsverða fjármuni til lengri tíma.

Frábær tækni sem sparar tíma og pláss. Fjárhagslegir kostir og nýting húsnæðis: Tornado vöruskáparnir taka aðeins um 13 m2 af gólfrými. Þetta samsvarar allt að 70-80 % sparnaði á gólfplássi á lager.

Turnarnir bera allt að 60 tonn af vörum. Rúmmálsnýting í smávöruhillum er ca 60% meðan rúmmálsnýting í turni er um 90%. Fjárfesting pr m2 geymslurýmis miðað við smávöruhillur á 2-3 hæðum er svipuð.

Turnarnir eru ljóslausir að innan og krefjast ekki sprinklerkerfis að innan. Tínslulyftarar óþarfir – varan alltaf í sömu hæð. Afköst, vellíðan starfsmanna, nákvæmni og öryggismál. Örugg geymsla á vörum, turnarnir eru með aðgangsstýringu.

Hægt að hafa yfirþrýsting – minna ryk. Um 10 metra hár turn er með 170 m2 af geymslurými. Sambærilegt geymslurými í 3ja hæða smávöruhillukerfi tæki um 45m2 gólfpláss. Fjárfesting er svipuð þegar tekið er tillit til þess að hillukerfið þarf bæði sprinklerkerfi og lýsingu. Um 16 metra hár turn er með um 250m2 geymslurými. 

Reynsla af notkun turnanna sýna að afköst tínslufólks þrefaldast þannig að 2 starfsmenn af þremur sparast. Bakkinn er með 1 til 2 starfsmenn á 6 turnum. N1 er með 3-4 starfsmenn í þessu.  Tínsluafköst í turnum er um 120 -280 tínslulínur á mannklukkustund. Afköst í hillukerfum er frá 30 upp í 120 tínslulínur á klukkustund. Starfsmenn vinna alltaf við eðlilega vinnuhæð, þurfa aldrei að beyja sig eða fara upp í stiga. Fækkar veikindadögum. Minnkar göngutíma tínslufólks og eykur öryggi í starfi.  

Turninn er hljóðlaus og vinnustaður tínslumanns er upplýstur með góðri vinnuaðstöðu Upplýsingatækni sem tengist turninum. Innbyggt upplýsingakerfi sér um staðsetningar vöru. 

Tengjast upplýsingakerfum : Navision, Manhattan Scale ofl. Auðvelt að stýra tínsluröð og tínslulínum. Auðveldir í notkun – varan kemur til starfsmannsins. Auðvelt að breyta forgangsröðun afgreiðslna. Færri villur í tínslu – aukin nákvæmni.

 

 

Rými býður byltingarkenndar lausnir í geymslu- og tínslutækni frá Swisslog/Autostore...

sjáðu vídeóið…einstök hugmynd sem virkar! http://autostoresystem.com/

 

 

+354  511-1100
Staðsetning